Hábær sumarbústaður

Hábær er sumarhús staðsett í Skagafirði vestan Héraðsvatna á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Til Sauðárkróks eru 8 km. Hábær er staðsettur á friðsælum stað upp í fjalli, hægt er að keyra upp að bústaðnum. Gott berjaland er í kringum bústaðinn.

Bústaðurinn er 60 fm. á stærð, stofa, eldhúskrókur og tvö tveggja manna svefnherbergi. Annað herbergið með tveim rúmum og hitt með stórri koju. Auk þess er svefnloft þar sem gist geta allt að 4-8 manns. Náttúrulegur heitur pottur er við bústaðinn og er hann hlaðinn úr grjóti. Allur nauðsynlegur húsbúnaður er til staðar auk kolagrills.

Gott útsýni er frá Hábæ yfir fjörðinn og á sumrin má sjá sólina setjast og koma upp stuttu síðar.

Einnig er í boði bændagisting stutt frá. Sjá Glæsibær